Kallar eftir skýrari reglum

Thomas Frank hefur farið vel af stað með nýliða Brentford …
Thomas Frank hefur farið vel af stað með nýliða Brentford í úrvalsdeildinni. AFP

Thomas Frank, hinn danski knattspyrnustjóri Brentford, kveðst reikna með því að leikurinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fara fram annað kvöld eins og til stóð en kallar eftir skýrari reglum varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar.

Manchester United skýrði frá því í gær að nokkur smit hefðu greinst í leikmannahópnum og hjá starfsliði og viðkomandi hefðu allir verið sendir heim fyrir æfingu liðsins í gær.

„Við búum okkur undir að spila leikinn, öll okkar einbeiting snýr að því. Við getum ekki a nnað. Það þurfa að vera nokkuð mörg smit til þess að leik sé frestað en í hreinskilni sagt veit ég ekki hvað ætti að vera viðmiðið í þessum efnum," sagði Frank á fréttamannafundi í dag.

Nýliðar Brentford eru í tíunda sæti eftir góðan sigur á Watford á föstudagskvöldið, sjö stigum á eftir Manchester United sem er í fimmta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert