Fleiri en einn hjá Manchester United eru smitaðir af kórónuveirunni og eru í einangrun eins og reglur breskra yfirvalda og ensku úrvalsdeildarinnar kveða á um.
Manchester United hefur brugðið á það ráð að skella í lás á æfingasvæði félagsins en Carrington æfingasvæðið er ekki á Old Trafford svæðinu.
BBC segir að viðræður standi yfir á milli forráðamanna United og forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar varðandi leik Brentford og United í deildinni annað kvöld. Leiknum hefur ekki verið slegið á frest enn sem komð er.