Met í ensku úrvalsdeildinni

Leik Tottenham og Brighton sem fari átti fram í ensku …
Leik Tottenham og Brighton sem fari átti fram í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi var frestað vegna hópsmits í herbúðum Tottenham. AFP

Alls hafa 42 leikmenn og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu greinst með kórónuveiruna undanfarna sjö daga sem er metfjöldi í deildinni. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

40 leikmenn og starfsmenn liða í deildinni greindust með veiruna í janúar á þessu ári og var það hæsta fjöldi smita sem greinst höfðu fyrir daginn í dag.

Fjöldi leikmanna og starfsmanna Tottenham eru með veiruna og þá hafa Manchester United, Brighton, Leicester, Aston Villa og Norwich öll staðfest smit í sínum herbúðum.

Alls fóru 3.805 leikmenn og starfsmenn í kórónuveirupróf dagana 6.-12. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert