Pierre-Emerick Aubameyang hefur verið sviptur fyrirliðastöðunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal vegna agabrots.
Arsenal greindi frá þessu á vefsíðu félagsins í dag en í tilkynningunni kemur einnig fram að Aubameyang verði ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn West Ham annað kvöld.
„Við ætlumst til þess að allir leikmenn, sérstaklega fyrirliðinn, fari eftir þeim reglum og viðmiðum sem við höfum sett og komið okkur saman um,“ segir í tilkynningunni.