Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, var til umræðu í Vellinum á Síminn Sport um helgina.
Framherjinn hefur verið ólíkir sjálfum sér á tímabilinu og ekki átt fast sæti í liðinu en hann var á meðal varamanna þegar Arsenal vann öruggan 3:0-sigur gegn Southampton í Lundúnum um nýliðna helgi.
Aubameyang hefur byrjað tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili og skoraði í þeim fjögur mörk.
„Aubameyang virðist bara vera á leiðinni út hjá félaginu,“ sagði Eiður Smári.
„Myndirðu ekki bara losa hann?“ bætti Gylfi Einarsson við.
„Það er eintómt vesen á honum og hann er á leiðinni niður hæðina. Hann er líka fyrirliði liðsins sem mér hefur alltaf fundist undarlegt og maður setur spurningamerki við hvar hausinn á honum er,“ bætti Gylfi við.