Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur verið ákært af enska knattspyrnusambandinu í kjölfar þess að leikmenn liðsins misstu stjórn á sér í leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Leikmönnum beggja liða lenti saman skömmu fyrir leikslok og þegar leikurinn var flautaður af eftir að Chelsea skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Leikmenn Leeds umkringdu Chris Kavanagh, dómara leiksins, eftir að hann dæmdi vítaspyrnuna.
Félagið hefur þar til á fimmtudag til að bregðast við ákærunni.