Leik Brentford og Manchester United sem fara átti fram í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið frestað.
Leikurinn átti að vera á heimavelli Brentford í London og lið Manchester United mun hafa verið komið á svæðið. Í gær hófust hins vegar viðræður milli forráðamanna deildarinnar og forráðamanna United vegna kórónuveirusmita sem komu upp í herbúðum United.
Tveimur leikjum hefur verið frestað hjá Tottenham Hotspur af sömu ástæðu.