John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segist ekki hafa spilað með eða á móti knattspyrnumanni sem hafði meiri leikskilning en Eiður Smári Guðjohnsen en Terry og Eiður léku saman hjá Chelsea í mörg ár og varð auk þess vel til vina.
John Terry er í viðtali við Símann Sport og þegar hann var spurður út í Eið hældi hann Íslendingnum á hvert reipi. Nefnir til dæmis að Eiður hafi verið sneggri en margir gera sér grein fyrir sem horfðu á leikina utan frá.
Terry lét þess einnig getið að Eiður hefði mjög fljótt orðið mikill vinur Terrys og Franks Lampards. „Hann var einn af okkur og það var eins og hann væri hálfur Englendingur.“