Mörkin: Glæsilegt einstaklingsframtak

Jacob Ramsey skoraði glæsilegt mark fyrir Aston Villa í 2:0-útisigrinum á botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Ramsey fékk boltann við miðjuna og brunaði upp allan vallarhelming Norwich áður en hann kláraði vel. Ollie Watkins gulltryggði 2:0-sigur með marki í seinni hálfleik. 

Mörkin og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert