Englandsmeistarar Manchester City sýndu Leeds enga miskunn er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Lokatölur urðu 7:0, þar sem heimamenn í City voru með fáheyrða yfirburði. Var staðan í hálfleik 3:0. Kevin De Bruyne gerði tvö marka City.
Öll mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.