John Terry, sem hætti hjá Aston Villa á árinu, segist hafa tileinkað sér ýmislegt frá Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri.
Einnig hafi hann tileinkað sér eitt og annað frá öðrum stjórum sem hann vann með eins og Carlo Ancelotti, Antonio Conte og fleirum.
Í viðtali hjá Síminn Sport var Terry spurður út í Mourinho en Terry var fyrirliði Chelsea sem varð meistari undir stjórn Mourinho tvö ár í röð 2005 og 2006.
Hann náði stöðugleika hjá félaginu og gerði okkur kleift að vinna þessa bikara. Hann var lykillinn að þeirri velgengni.
Lýsingar Terry á vinnubrögðum Mourinho er að finna í meðfylgjandi myndskeiði frá Símanum Sport.