„Ég er mjög sáttur,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, í samtali við BT Sport eftir 2:0-sigur liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í kvöld.
Það voru þeir Gabriel Martinelli og Emile Smith-Rowe sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum en Arsenal er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur kvöldsins.
„Við áttum frábæra spilkafla í þessum leik gegn liði sem er virkilega erfitt að spila á móti og það er mjög jákvætt. Mér fannst við gera mjög vel í að stjórna leiknum, þrátt fyrir að þeir séu alltaf hættulegir í öllum sínum aðgerðum, og leikmennirnir eiga stórt hrós skilið.
Þetta var líka mikilvægur leikur fyrir okkur ef við horfum á töfluna og hvar við erum núna eftir sigurinn. Þetta var ákveðið yfirlýsing hjá okkur og það var líka mikilvægt að halda áfram þessu góða gengi okkar á heimavelli,“ sagði Arteta.
Pierre-Emerick Aubameyang var sviptur fyrirliðabandi Arsenal í gær og var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld.
„Aubameyang var ekki með okkur í kvöld og þannig er það bara. Þessi leikur er búinn að við tökum svo bara stöðuna aftur fyrir næsta leik,“ bætti Arteta við.