Jóhann spilar ekki í kvöld vegna smita

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila ekki í …
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila ekki í kvöld. AFP

Leik Burnley og Watford sem fram átti að fara í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld hefur verið frestað.

Nokkur smit hafa komið upp í leikmannahópi Watford og þar með þarf leikurinn að fara fram síðar. Þetta hefði verið lykilleikur í fallbaráttunni eins og staðan er núna því Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru í þriðja neðsta sæti og Watford er rétt fyrir ofan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert