Kærkominn sigur Úlfanna

Úlfarnir fagna sigurmarkinu.
Úlfarnir fagna sigurmarkinu. AFP

Wolves vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 20. nóvember er liðið lagði Brighton á útivelli, 1:0, í kvöld.

Romain Saiss skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning hjá Ruben Neves. Úlfarnir fóru upp í 24 stig og í 8. sæti með sigrinum, en liðið fór upp um tvö sæti. Brighton er í 13. sæti með 20 stig. 

Í London skildu Crystal Palace og Southampton jöfn, 2:2. Palace er í 11. sæti með 20 stig og Southampton í 15. sæti með þremur stigum minna.

Wilfried Zaha kom Palace yfir strax á 2. mínútu en Southampton var með 2:1-forystu í hálfleik þar sem James Ward-Prowse jafnaði á 33. mínútu.

Þremur mínútum síðar kom Armando Broja gestunum yfir. Jordan Ayew jafnaði fyrir heimamenn á 65. mínútu og þar við sat.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert