James Warde-Prowse skoraði fallegasta markið er Crystal Palace og Southampton skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Warde-Prowse jafnaði í 1:1 með marki úr glæsilegri aukaspyrnu í fjörugum leik, en að lokum skiptu liðin með sér stigunum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.