United hefur æfingar að nýju

Æfingasvæði Manchester United í Carrington.
Æfingasvæði Manchester United í Carrington. Ljósmynd/Wikipedia

Þeir leikmenn Manchester United sem eru ekki smitaðir af kórónuveirunni mega hefja æfingar að nýju í dag þegar æfingasvæði félagsins í Carrington verður opnað aftur.

Æfingasvæðinu var lokað á mánudaginn vegna fjölda smita innan herbúða United, bæði á meðal leikmanna og annars starfsfólks.

Af þeim sökum var leik liðsins við Brentford, sem átti að fara fram í gærkvöldi, frestað.

Leikmenn munu fara í skimun fyrir veirunni daglega samkvæmt nýjum og hertum sóttvarnareglum ensku úrvalsdeildarinnar og geta því þeir leikmenn sem greinast neikvæðir í hraðprófi dagsins æft í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert