Fjórum leikjum frestað á Englandi

Leik Everton og Leicester hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.
Leik Everton og Leicester hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. AFP

Fjórum leikjum sem fara átti fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að hádegisleik Manchester United og Brighton sem fara átti fram á laugardaginn hefði verið frestað.

Þá hefur leikjum Southampton og Brentford, Watford og Crystal Palace, West Ham og Norwich og Everton og Leicester öllum verið frestað líka.

Eins og staðan er núna munu fimm leikir fara fram í deildinni um helgina en leikir Aston Villa og Burnley og Leeds og Arsenal munu fara fram á laugardaginn.

Þá munu leikir Wolves og Chelsea, Newcastle og Manchester City og Tottenham og Liverpool fara fram á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert