Lykilmenn Liverpool með veiruna

Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool í kvöld þar …
Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni. AFP

Þrír leikmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru smitaðir af kórónuveirunni og eru því ekki með liðinu í kvöld þegar það tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á Anfield. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Leikmennirnir sem umræðir eru þeir Virgil van Dijk, Fabinho og Curtis Jones en þeir greindust allir með kórónuveiruna á dögunum.

„Allir leikmenn og starfsmenn félagsins fóru í próf í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun og voru öll sýnin neikvæð,“ segir í tilkynningu Liverpool.

„Virgil van Dijk, Fabinho og Curtis Jones eru allir komnir í einangrun,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Van Dijk og Fabinho hafa verið algjörir lykilmenn í liði Liverpool undanfarin ár en Jones var að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á æfingu liðsins fyrir nokkrum vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert