Hinn 19 ára gamli Jarrad Branthwaite skoraði jöfnunarmark Everton gegn Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Varnarmaðurinn skoraði eftir sendingu frá hinum tvítuga Anthony Gordon á 70. mínútu en Mason Mount hafði komið Chelsea yfir fjórum mínútum á undan.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport.