Það verður að viðurkennast að mig hryllir við þeirri tilhugsun að hafa engan enskan fótbolta til þess að horfa á um jólin.
Vegna gífurlegs fjölda kórónuveirusmita innan raða fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa nokkur þeirra stungið upp á því að fresta skuli keppni í deildinni fram yfir áramót.
Búið er að fresta fjölda leikja í deildinni undanfarna viku og búast má við því að fleiri leikjum verði frestað.
Ómíkron-afbrigði veirunnar herjar nú á Bretlandseyjar og þar eru leikmenn og starfsfólk enskra félaga hvergi undanskilin.
Tillagan um að stöðva keppni í ensku úrvalsdeildinni um nokkurra vikna skeið er því vel skiljanleg.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.