Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Coventry City, Aston Villa og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, telur að sjóðheitt lið Liverpool muni hafa betur gegn Tottenham Hotspur þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Liverpool hefur unnið sex leiki í röð í deildinni og verið gjarnt á að skora nokkur mörk.
Spá Dublins fyrir leikinn, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 16.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.