Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Coventry City, Aston Villa og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, segir að Liverpool hafi yfir að skipa frábæru sóknarliði en að Tottenham Hotspur muni fara að klifra upp töfluna þegar handbragð Antonio Conte fari að sjást betur.
Dublin fer í spilaranum hér að ofan yfir viðureignir liðanna í gegnum árin og segir að ávallt megi eiga von á skemmtilegum leikjum milli þeirra.
Eftirminnilegasta markið í leikjum liðanna segir hann vera þrumufleyg John Barnes fyrir Liverpool um miðjan 10. áratug síðustu aldar.
„Ég er ekki aðdáandi Liverpool en ég er aðdáandi John Barnes og þetta mark stendur upp úr fyrir mér,“ segir Dublin.
Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 16.30 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.