Manchester City setti nýtt met í efstu deild á Englandi þegar liðið vann gífurlega öruggan 4:0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
City, sem eru ríkjandi Englandsmeistarar, hafa nú unnið 34 leiki í deildinni á þessu ári, sem eru flestir sigrar eins liðs í efstu deild á einu almanaksári.
Liðið getur enn bætt sitt eigið met um tvo leiki til viðbótar, að því gefnu að leikjum þeirra í deildinni á annan í jólum og þann 29. desember verði ekki frestað.
City á þá fyrst heimaleik gegn Leicester City og svo útileik gegn Brentford.