Gaf Kane og Salah sömu einkunn

Glenn Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, bar saman þá Harry Kane og Mo Salah en þeir mætast klukkan 16:30 í dag er Liverpool og Tottenham eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hoddle gaf þeim einkunn fyrir leiðtogahæfileika, fyrstu snertingu og hve vel þeir klára færin sín, en Hoddle endaði á því að gefa þeim sömu einkunn fyrir alla þætti.

Innslagið má í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert