Dion Dublin, fyrrverandi framherji Aston Villa, er afar hrifinn af framlínu enska knattspyrnuliðsins Liverpool en liðið mætir Tottenham í ensku úrvalseildinni í fótbolta klukkan 16:30.
Dublin segir Liverpool geta treyst á Sadio Mané, Mo Salah, Diogo Jota, Roberto Firmino og Divock Origi. Dublin kom einnig inn á Harry Kane, framherja Tottenham, sem hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
Innslagið má í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.