Handtekinn vegna gruns um kynþáttaníð

Úr leik Leeds United og Arsenal á Elland Road í …
Úr leik Leeds United og Arsenal á Elland Road í Leeds í gærkvöldi. AFP

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur greint frá því í yfirlýsingu að búið sé að handtaka manneskju í tengslum við ásakanir um kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanns félagsins þegar liðið lék gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Í fyrri hálfleik létu Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, og varamenn liðsins fjórða dómara leiksins að þeir hefðu heyrt rasísk köll úr stúkunni.

Leeds brást snögglega við og það gerði lögreglan í Jórvíkurskíri einnig.

„Leeds United getur staðfest það að rannsókn á tilkynningu um kynþáttaníð í fyrri hálfleik leiks okkar gegn Arsenal í dag [í gærkvöldi] er farin af stað og þegar er búið að handtaka einn í tengslum við ásakanirnar.

Kynþáttaníð verður ekki liðið hjá Leeds United og hvaða stuðningsmaður sem gerist sekur um að viðhafa rasískt orðbragð mun fá lífstíðarbann frá öllum leikjum Leeds United,“ sagði í yfirlýsingunni sem var birt á heimasíðu félagsins í gærkvöldi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert