Heilli umferð frestað á Englandi?

Manchester United og Norwich léku ekki um helgina vegna kórónuveirusmita.
Manchester United og Norwich léku ekki um helgina vegna kórónuveirusmita. AFP

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta funda með öllum félögum deildarinnar á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kórónuveirusmita í herbúðum félaga.

The Athletic greinir frá í kvöld að efni fundarins muni snúast um mögulega frestun á 20. umferðinni sem á að fara fram 28., 29. og 30. desember. Ekki verður rædd möguleg frestun á leikjum annan í jólum, þar sem heil umferð á að fara fram.

Sex leikjum af tíu var frestað í deildinni um helgina vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert