Margrét Lára: Mjög groddaralegt

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, slapp með skrekkinn er hann fékk ekki einu sinni gult spjald fyrir ljótt brot á Raphinha, leikmanni Leeds, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Xhaka traðkaði harkalega á leggnum á Raphinha en Andre Marriner, dómari leiksins, dæmdi aðeins aukaspyrnu og var refsing Xhaka ekki þyngd, þrátt fyrir skoðun í VAR.

Margrét Lára Viðarsdóttir var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport og fannst þeim Xhaka sleppa vel.

Umræðuna og brotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert