João Cancelo skoraði fallegasta mark leiksins er Manchester City vann þægilegan 4:0-útisigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Cancelo kom City í 2:0 á 27. mínútu eftir að Rúben Diaz hafði skorað snemma leiks. Riyad Mahrez og Raheem Sterling bættu svo við mörkum í seinni hálfleik.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.