Chelsea tapaði stigum í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Wolves í dag en lokatölur urðu 0:0.
Wolves hélt það væri að komast yfir í fyrri hálfleik þegar Daniel Podence skoraði af stuttu færi en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinum megin náði Chelsea lítið að skapa sér og tókst ekki að skora.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.