Bakvörður United í sex mánaða bann

Aaron Wan-Bissaka hefur nokkrum sinnum gerst brotlegur við umferðarlögin.
Aaron Wan-Bissaka hefur nokkrum sinnum gerst brotlegur við umferðarlögin. AFP

Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann. Hann getur þó spilað áfram með liðinu.

Bannið tekur nefnilega til aksturs en Wan-Bissaka var í dag fundinn sekur fyrir dómstóli í Manchester fyrir að aka án réttinda og án tryggingar.

Atvikið átti sér stað í júnímánuði þegar Wan-Bissaka var að koma aftur til Manchester eftir sumarfrí. Þá hefur hann viðurkennt sekt sína vegna tveggja eldri brota varðandi hraðakstur frá september 2020, en í hvorugt skiptið gat hann framvísað ökuréttindum. Fyrir það hafði hann einnig hlotið sex mánaða akstursbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert