Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um jól og áramót eins og horfur virtust á.
Fulltrúar félaganna komu saman núna eftir hádegið og niðurstaða fundarins var sú að halda áfram þrátt fyrir að nokkur félaganna hefðu óskað eindregið eftir því að keppni yrði frestað vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar.
Sex af tíu leikjum síðustu helgar var frestað vegna smita hjá mörgum félögum ásamt þremur leikjum í vikunni á undan, sem og mörgum leikjum í neðri deildunum.
The Athletic segir að flest félaganna hefðu viljað halda sínu striki. Mikið er í húfi fjárhagslega fyrir félögin að leikirnir geti farið fram og það réði mestu um þessa ákvörðun.