Á eftir að valda stórslysi einn daginn

VAR-myndbandsdómgæslan hefur verið gagnrýnd á þessari leiktíð.
VAR-myndbandsdómgæslan hefur verið gagnrýnd á þessari leiktíð. AFP

Þegar ég var loksins búinn að taka myndbandadómgæsluna (VAR) í enska fótboltanum í sátt (eða kannski öllu frekar farinn að sætta mig við hana sem orðinn hlut) þá er eins og hún sé aftur komin á byrjunarreitinn.

Eftir alls konar vandræði síðasta vetur virtust enskir dómarar og VAR-dómarar vera búnir að ná ágætis tökum á verkefninu og finna réttu línuna.

En nú er eins og þeir séu gjörsamlega búnir að týna henni aftur.

Alls konar atvik í leikjunum á Englandi að undanförnu hafa verið í meira lagi vafasöm. Sérstaklega ákvarðanir sem hafa verið teknar eftir að atvik hafa verið skoðuð ítarlega.

Ólögleg mörk hafa fengið að standa. Tilhæfulausar vítaspyrnur verið dæmdar. Öðrum hefur verið sleppt. Glórulaus brot hafa ekki endað með rauðu spjaldi, jafnvel ekki gulu.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert