Arsenal í undanúrslit

Eddie Nketiah fagnar marki í kvöld.
Eddie Nketiah fagnar marki í kvöld. AFP

Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum ensku deildabikarkeppni karla í knattspyrnu með öruggum 5:1 sigri á Sunderland í London.

Arsenal lét c-deildarliðið ekki trufla sig og sigurinn var öruggur en Arsenal skoraði fjögur mörk á fyrsta klukkutímanum. 

Hinn 22 ára gamli Edward Nketiah skoraði þrennu fyrir Arsenal í kvöld en Nicolas Pepe og Charlie Pationo sitt markið hvor. Nathan Broadhead skoraði fyrir Sunderland og minnkaði þá muninn í 2:1. 

Staðan er krítísk hjá mörgum enskum úrvalsdeildarliðum vegna smita en áfram skal þó haldið að óbreyttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert