Áttunda kæran á hendur leikmanni City

Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy. AFP

Enn ein nauðgunarkæran hefur verið lögð fram á hendur franska knattspyrnumanninum Benjamin Mendy sem er leikmaður Manchester City.

Mendy lék síðast með City 15. ágúst þegar liðið mætti Tottenham en nokkrum dögum síðar var hann handtekinn og hefur verið í varðhaldi síðan.  

Ákæran sem nú hefur verið birt er sú áttunda, þar af sú sjöunda fyrir nauðgun, en fimm konur eiga í hlut og atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2020 til ágúst 2021. Sú nýjasta varðar atvik frá júlímánuði.

Mendy er 27 ára gamall og kostaði Manchester City 52 milljónir punda þegar félagið keypti hann af Mónakó árið 2017. Hann hefur spilað 10 landsleiki fyrir Frakkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert