Höfnuðu tilboði Chelsea í fyrirliða París SG

Marquinhos er lykilmaður í liði París SG.
Marquinhos er lykilmaður í liði París SG. AFP

Franska stórliðið París SG hafnaði tilboði enska knattspyrnufélagsins Chelsea í varnarmanninn Marquinhos sem hefur verið fyrirliði liðsins undanfarn ár. Það er Football London sem greinir frá þessu.

Tilboð Chelsea hljóðaði upp á 72 milljónir punda en Marquinhos er samningsbundinn Parísarliðinu til sumarsins 2024.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi leikmannsins en hann vildi stilla honum upp í hjarta varnarinnar ásamt Thiago Silva en Marquinhos og Silva léku saman hjá PSG í sjö ári, frá 2013 til ársins 2020.

Þá hefur þýski miðvörðurin Antonio Rüdiger verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en samningur hans í Lundúnum rennur út næsta sumar.

Samkvæmt Football London horfir Chelsea nú til Spánar og Jules Kounde, varnarmanns Sevilla, en það bendir flest til þess að Marquinhos muni skrifa undir nýjan samning í París á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert