Rangnick í sambandi við Haaland-fjölskylduna

Erling Braut Haaland er eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum þessa dagana.
Erling Braut Haaland er eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum þessa dagana. AFP

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sett sig í samband við föður norska framherjans Erling Braut Haaland, Alf-Inge Haaland, varðandi hugsanleg félagaskipti leikmannsins til Englands. Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu.

Haaland, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn Borussia Dortmund en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið næsta sumar fyrir 68 milljónir punda.

Þá hefur framherjinn einnig verið orðaður við brottför frá félaginu í janúar en Dortmund gæti freistast til þess að selja hann þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði til þess að hámarka tekjumöguleiki sína með sölu á Norðmanninum.

Haaland hefur farið á kostum í Þýskalandi og skorað 76 mörk í 74 leikjum fyrir Dortmund en hann hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert