Rangnick ræður aðstoðarþjálfara

Ralf Rangnick tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United í lok …
Ralf Rangnick tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United í lok nóvember. AFP

Ewan Sharp hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Sharp og Ralf Rangnick, stjóri United, þekkjast vel en þeir unnu saman hjá bæði Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskvu.

Sharp mun einnig starfa sem leikgreinandi hjá félaginu en hann kemur inn í þjálfarateymið í stað Michaels Carricks sem lét af störfum í desember.

Rangnick var ráðinn stjóri United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá félaginu í nóvember en United er með 27 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert