Þrjú Lundúnalið í undanúrslitum

Steven Bergwijn skoraði gegn West Ham United í kvöld og …
Steven Bergwijn skoraði gegn West Ham United í kvöld og á hér í höggi við Craig Dawson. AFP

Chelsea og Tottenham Hotspur fylgja Arsenal í undanúrslit ensku deildabikarkepninnar í knattspyrnu og verða því þrjú af fjórum liðum í undanúrslitunum frá London.

Þess má geta að Chelsea og Tottenham slógu einnig út lið frá London. Chelsea fór til Brentford og vann 2:0. Fyrra markið var sjálfsmark og hið síðara skoraði Jorginho úr vítaspyrnu.

Tottenham fékk West Ham í heimsókn og vann 2:1. Steven Bergwijn og Lucas Moura skoruðu en Jarrod Bowen skoraði mark West Ham.

Nú er að fara í hönd vítakeppni hjá Liverpool og Leicester en þar er staðan 3:3 eftir venjulegan leiktíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert