Manchester United mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á mánudaginn kemur en leikurinn er sá fyrsti hjá United síðan í 11. desember. Kórónuveiran lék United-menn grátt og var leikjum við Brentford og Brighton frestað vegna þessa.
Nú eru allir sem smituðust búnir að jafna sig og klárir í slaginn. Aðeins Paul Pogba missir af leiknum við Newcastle en franski miðjumaðurinn er að glíma við meiðsli.
„Við æfðum í þriðja sinn í vikunni í dag og 25 leikmenn voru klárir í slaginn. Pogba var sá eini sem æfði ekki og hefur þróunin frá því í síðustu viku verið góð,“ sagði Ralph Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag.