Fimm stuðningsmenn voru handteknir eftir Lundúnaslag Tottenham og West Ham í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöldi.
Stuðningsmennirnir voru m.a. handteknir fyrir slagsmál, mikla ölvun á almannafæri, árás á sjúkraflutningamann og að fara inn á völlinn á meðan á leik stóð.
Þá er lögreglurannsókn í gangi vegna niðrandi söngva stuðningsmanna um gyðinga á leið sinni á völlinn.
Tottenham vann leikinn 2:1 og tryggði sér um leið sæti í undanúrslitum keppninnar.