Fyrri undanúrslitaleikirnir í London

Arsenal og Liverpool drógust saman í deildabikarnum.
Arsenal og Liverpool drógust saman í deildabikarnum. AFP

Báðir undanúrslitaleikirnir í enska deildabikarnum í knattspyrnu fara fram í London, enda eru þrjú af þeim fjórum liðum sem eftir eru í keppninni frá höfuðborginni.

Liverpool, eina landsbyggðarliðið í undanúrslitunum, dróst gegn Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum í Norður-London.

Chelsea og Tottenham mætast síðan í Lundúnaslag þar sem fyrri leikurinn verður háður á Stamford Bridge í Fulham-hverfinu í Vestur-London.

Fyrri leikirnir fara fram dagana 4. og 5. janúar og þeir seinni dagana 11. og 12. janúar. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á Wembley 27. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert