Útbreiðsla kórónuveirunnar á Englandi er þegar farin að hafa áhrif á jóladagskránni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu því nú í hádeginu var tilkynnt að tveimur leikjum hefði verið frestað.
Liverpool getur ekki tekið á móti Leeds á Anfield á sunnudaginn, öðrum degi jóla, og leikur Wolves og Watford fer heldur ekki fram.
Kórónuveirusmit í röðum Leeds og Watford valda þessu. Hvorugt liðið er með nægilega marga leikfæra leikmenn að mati forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar.