Ranieri vill leikmann Arsenal

Sead Kolasinac hefur lítið spilað á leiktíðinni.
Sead Kolasinac hefur lítið spilað á leiktíðinni. AFP

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, hefur mikinn áhuga á að fá Bosníumanninn Sead Kolasinac til félagsins í janúar.

Kolasinac er ekki inn í myndinni hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, en hann var að láni hjá Schalke á síðustu leiktíð. Kolasinac verður samningslaus eftir tímabilið.

Telegraph greinir frá því að Ranieri vilji styrkja vörn Watford og að Kolasinac sé maðurinn í það, en hann hefur leikið 80 leiki með Arsenal og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert