Væntanlega á förum frá Arsenal

Eddie Nketiah skoraði þrennu í vikunni.
Eddie Nketiah skoraði þrennu í vikunni. AFP

Enski framherjinn Eddie Nketiah hafnaði í dag nýju samningstilboði enska knattspyrnufélagsins Arsenal og verður því samningslaus í sumar.

Hinn 22 ára Nketiah er ósáttur við spilatíma sinn hjá Arsenal og er hann reiðubúinn að skipta um félag til að fá fleiri tækifæri. Honum er frjálst að semja við félag utan Englands í janúar og frjálst að semja við annað félag innan Englands næsta sumar.

Framherjinn hefur ekki verið í byrjunarliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl en hann hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum í deildabikarnum á leiktíðinni. Gerði hann þrennu í 5:1-sigri á Sunderland á þriðjudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert