Viðar hafnaði tilboði Leeds United

Viðar Örn Kjartansson á landsliðsæfingu.
Viðar Örn Kjartansson á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, greindi frá því í hlaðvarpsþætti að honum hafi staðið til boða að fara til enska liðsins Leeds United. 

Leeds leikur í ensku úrvalsdeildinni en hann segist hafa fengið tilboð frá félaginu fyrir nokkrum árum þegar það lék í næstefstu deild á Englandi. Einnig hafi þá verið aðrir eigendur að félaginu en nú. 

Viðar segir ekki hafa komið til greina að semja við Leeds vegna þeirra launakjara sem buðust en hann hefði þurft að taka á sig mikla launalækkun hefði hann gengið í raðir Leeds á þeim tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert