Hætti við kaupin á síðustu stundu

Wayne Rooney er knattspyrnustjóri Derby.
Wayne Rooney er knattspyrnustjóri Derby. AFP

Bandaríkjamaðurinn Chris Kirchner hefur hætt við kaupin á enska knattspyrnufélaginu Derby County. Kirchner var einn þriggja aðila sem höfðu áhuga á að kaupa félagið.

Derby fór í greiðslustöðvun í september og er liðið í botnsæti B-deildarinnar, 17 stigum frá öruggu sæti eftir að liðið missti 21 stig vegna fjárhagsörðugleika. Leita forráðamenn þess nú að nýjum eiganda. 

„Ég vildi ganga frá kaupunum en því miður hefur það ekki gengið eftir. Ég verð því miður að draga tilboðið til baka. Ég vill biðja alla stuðningsmenn Derby afsökunar,“ skrifaði Kirchner á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert