Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid fylgist vel með Joe Gomez, varnarmanni Real Madrid. Gomez missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og hann hefur lítið spilað á þessari leiktíð.
Virgil van Dijk og Joel Matip hafa verið fyrstu kostir í miðvarðarstöðurnar hjá Liverpool og Ibrahima Konaté verið næsti maður inn. Gomez er því fjórði kostur hjá enska liðinu. BBC greinir frá að Real sé eitt þeirra félaga sem eru með augastað á Gomez.
Gomez á þó enn þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool og gæti Real því þurft að greiða Liverpool háa fjárhæð fyrir varnarmanninn. Gomez hefur spilað 81 leik fyrir Liverpool og 11 landsleiki fyrir England.