Þriðja jólaleiknum frestað

Everton náði góðu jafntefli við Chelsea í síðasta leik.
Everton náði góðu jafntefli við Chelsea í síðasta leik. AFP

Leikur Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer ekki fram á annan í jólum eins og til stóð. Leiknum hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Everton.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Everton, sagði á blaðamannafundi í gær að aðeins níu leikmenn aðalliðsins væru til taks vegna meiðsla og smita.

Leikurinn er sá þriðji sem er frestað annan í jólum en í gær var leikjum Liverpool og Leeds og Wolves og Watford frestað af sömu ástæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert