Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa mikinn áhuga á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Raphinha frá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds í janúar.
Samkvæmt TNT er Bayern reiðubúið að borga 42 milljónir punda fyrir Raphinha en hann hefur verið besti einn leikmaður Leeds síðan hann kom til félagsins frá Rennes sumarið 2020.
Er hinn 25 ára Rapinha orðinn fastamaður í brasilíska landsliðinu og er ætlað að fylla í það skarð sem Kingsley Coman mun skilja eftir sig en allt bendir til þess að Coman yfirgefi Bayern næsta sumar.